Barnaverndarmálum fækkar á milli ára

Silja Rós Guðjónsdóttir, umsjónarfélagsráðgjafi gerði grein fyrir stöðu barnaverndarmála árið 2022 á fundi fjölskyldu- og tómstundarráðs Vestmannaeyja í vikunni.

Fram kemur að tilkynningar árið 2022 hafi verið 197 og fækkaði þeim um 8% á milli ára.

Í ár hafa orðið miklar breytingar á barnaverndarlögum auk annarri þjónustu svo sem um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Breytt barnaverndarlög kalla á breytt verklag.

Vestmannaeyjabær starfrækir eignin barnaverndarþjónustu skv. nýju lögunum. Það sem af er árinu 2023 hafa borist 68 tilkynningar.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast