Misnota lögheimilis-afslátt

Í fundargerð stjórnar Herjólfs ohf. frá í vor er tekið fyrir svokallaður lögheimilisafsláttur. Fram kemur í fundargerðinni að vart hafi orðið við misnotkun á lögheimilis-afsláttum.

Er því líst þannig að aðilar sem ekki eiga lögheimili í Vestmannaeyjum séu skráðir á kennitölur heimamanna.

Í niðurlagi bókunarinnar segir að þetta sé að sjálfsögðu óheimilt og verður tekið hart á þeim aðilum sem verða uppvísir að slíku athæfi.

Lagfæring á ”mínum síðum” og innleiðing QR kóða

Í fundargerð frá í síðasta mánuði var til umræðu samningur við rekstraraðila í Landeyjahöfn/Þorlákshöfn. Var framkvæmdastjóra falið að ræða við rekstraraðila þegar viðræðum um nýjan þjónustusamning lýkur.

Þá segir að lagfæring á ”mínum síðum” og innleiðing QR kóða sé á lokametrunum, en erfiðleikar hafa verið að tengja við bókunarkerfi.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast