Búið að opna Stórhöfða aftur fyrir bílaumferð

Það þurfti að kalla til tvo stóra kranabíla frá fyrirtækinu ET í dag til að koma hópferðabíl sem farið hafði út af veginum upp í Stórhöfða aftur upp á veginn. 

Óhappið átti sér stað síðdegis í gær og var ákveðið að fá kranabíla ofan af landi til aðstoðar. Vel gekk að koma bifreiðinni upp á veginn og virtist hún við fyrstu sýn lítið skemmd.

Sjá einnig: Hópferðabifreið í vandræðum í Stórhöfða

Ljóst er á ummerkjum að dæma að litlu mátti muna að verri færi, en rétt er að taka fram að engin slys urðu á fólki. Stórhöfði var síðan opnaður aftur fyrir bílaumferð síðdegis í dag. Fleiri myndir frá björgunaraðgerðum dagsins má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast