Björgunarfélagið sinnti óveðursútkalli í morgun

Mikið hvassviðri gengur nú yfir Vestmannaeyjar en gul viðvörun er í gildi þar til síðdegis í dag. Klukkan 8.00 voru 30 m/s á Stórhöfða og fóru vindhviður uppí 38 m/s. 

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út á áttunda tímanum í morgun vegna þakplatna sem voru að losna á húsi við Smáragötu.  

Að sögn Arnórs Arnórssonar, formanns Björgunarfélagsins voru 2 þakplötur byrjaðar að losna upp á húsinu. Hann segir auðveldlega hafi gengið að negla plöturnar niður, og lauk verkinu um hálftíma síðar.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast