Bilun orsakar enn frekari tafir á rafvæðingu Herjólfs

Enn verður bið á að rafvæðing hins nýja Herjólfs komist í framkvæmd. Fram kom í gær í viðtali við upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar hér á Eyjar.net að smávægileg vandamál og veður hefðu sett strik í reikninginn. Nú hins vegar er ljóst að bilunin er meiri.

Sjá einnig: Smávægileg vandamál og veður sett strik í reikninginn

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að síðdegis í gær hafi komið upp vandamál með þrívíddarbúnaðinn sem stýrir arminum að skipinu til að hlaða það. „Þetta kom upp þegar menn fóru að reyna búnaðinn, og ákvað ABB þess vegna að fresta aðgerðum í bili.”

Hann segir að um sé að ræða bilun í þríviddarstjórnbúnaðinum í Vestmannaeyjum, og er ekki hægt að laga hana á staðnum þar sem þetta sé bilun í harðvōru og það verði í fyrsta lagi hægt að ljúka viðgerð næstkomandi mánudag.

„ABB menn koma svo strax til baka þegar unnt verður að reyna búnaðinn á ný.” segir G. Pétur.

 

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast