Tæpar tvær milljónir til Sigurhæða

Á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja var tekin fyrir umsókn um styrk til Sigurhæða vegna starfseminnar 2024. Sigurhæðir er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.

Í afgreiðslu ráðsins segir að úrræði Sigurhæða hafi nýst skjólstæðingum frá Vestmannaeyjum vel og vilji til að styðja áfram við verkefnið. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 1.897.775,- með von um að framlag komi úr Sóknaráætlun. Þegar hefur verið gert ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun 2024.

Nánar um Sigurhæðir.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast