Safnahelgin: Bókakynningar og barnaleikrit

Þriðji dagur Safnahelgar er runninn upp. Uppstaðan í dagskrá dagsins eru bókakynningar, sýningar og barnaleikrit. Dagskrá dagsins má kynna sér hér að neðan, en vakin er athygli á því að nýr tími á barnaleikritinu um Gosa er klukkan 11.40 í stað kl. 12.00.

Laugardagur 4. nóvember

11:15    Bókasafnið: Einar Áskell 50 ára – farandsýning opnuð í samstarfi við sænska sendiráðið. Félagar úr Leikfélagi Vestmannaeyja lesa valin sýnishorn.

11:40    Einarsstofa: Leikfélag Vestmannaeyja kynnir barnaleikritið Gosa. Athugið – nýr tími klukkan 11.40 í stað kl. 12.00. Af óviðráðanlegum orsökum varð að gera þessa breytingu og vonum við að hún komi ekki að sök enda þótt fyrirvarinn sé skammur.

13:00    Einarsstofa: Bókakynning. Eftirtaldir rithöfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum: Eva Björg Ægisdóttir, Heim fyrir myrkur; Nanna Rögnvaldardóttir, Valskan og Vilborg Davíðsdóttir, Land næturinnar.

14:00    Einarsstofa: Sýning í tilefni af aldarminningu Gísla J. Ástþórssonar, skapara Siggu Viggu. Stefán Pálsson fjallar um listamanninn. Ástþór Gíslason og Sunna Ástþórsdóttir opna sýninguna.

Aðrir viðburðir og opnunartímar:

  • Hvíta húsið við Strandveg: Lista- og menningarfélagið verður með opið hús fimmtudag – laugardags kl. 13:00-15:00.
  • Gestastofa Sealife Trust: Opið fimmtudag – sunnudags kl. 12:00-16:00. Frumflutningur á tónverki eftir Birgi Nielsen. Í verki sínu notar hann ýmis náttúruhljóð og skipa hvalahljóð þar stóran sess. Ný og breytt sýning á munum frá gamla Náttúrugripasafninu. Bingó fyrir börnin.
  • Eldheimar: Opið daglega kl. 13:00-16:30. Síðustu sýningardagar magnaðrar sýningar Huldu Hákon, Jóns Óskars og Heiðu, sem opnuð var á goslokahátíðinni.
  • Einarsstofa: Opið mánudag – föstudags kl. 10:00-17:00 og laugardag – sunnudags kl. 11:00-15:00.
  • Bókasafnið: Opið laugardag kl. 12:00-15:00.
  • Sagnheimar: Opið laugardag kl. 12:00-15:00.
  • Heimaklettur í nýju ljósi: Kveikt á ljósaverkinu kl. 20:00-24:00 bæði föstudag og laugardag. Á sama tíma er tónverk Júníusar Meyvants aðgengilegt á fm 104.7.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast