Gamla myndin: Netagerðin Ingólfur stækkar

„Gamla myndin“ er nýr liður hér á Eyjar.net. Þar grúskar Óskar Pétur Friðriksson í ljósmyndasafni sínu og rifjuð eru upp skemmtileg augnablik eða atburðir í Eyjum. 

Að þessu sinni er rifjað upp þegar Ingólfur Theódórsson stækkaði netagerðaverkstæði sitt, Netagerðina Ingólf. Myndin er tekin í apríl 1980, en Erlendur Pétursson (Elli Pé) sá um að byggja nýja húsið og eins og sjá má er reisugildið þegar myndin er tekin. 

Að auki látum við fljóta hér með myndir sem teknar voru á sama tíma þar sem ný tækni þess tíma var afhjúpuð. Magnús Sig. Magnússon, vörubílstjóri var kranastjóri á byggingakrananum. Þessi tækni var samansett af rafgeymi úr bíl, útvarpstæki með hátalara úr bíl og loftneti. Öllu haganlega komið fyrir í kassa með loki. Getum við ekki sagt að þetta sé frumgerð af Peltor heyrnahlífum…. eða þannig?

 

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast