Kostnaður við hönnun nýs skips kominn í 200 milljónir

Þann 17. október var borgarafundur hér í Eyjum þar sem kynnt var forhönnun nýrrar ferju sem leysa á núverandi Herjólf af hólmi. Eyjar.net kannaði í kjölfarið hversu miklu hefur verið til kostað af hálfu ríkisins við hönnunina.

 

Friðfinnur Skaftason er verkfræðingur starfandi í innanríkisráðuneytinu. Hann segir að fram til ágúst 2014 var unnið að forhönnun og gerð útboðsgagna fyrir hönnun. Kostnaður við það varð samtals 27,5 milljónir.

Í ágúst hófst hönnunarferillinn og er hlutur hönnunarfyrirtækisins áætlaður 125 milljónir, en kostnaður við eftirlit og rýni hönnunar allt að 50 milljónir króna.

 

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast