Nýr Herjólfur
Helstu stærðir
18.Október'14 | 09:59Í gær var í Höllinni kynnt hönnun nýrrar ferju sem leysa á núverandi Herjólf af hólmi. Áætlað er að nýja ferjan verði tilbúin í lok árs 2016. Vel var mætt á fundinn og má reikna með að tæplega tvö hundruð manns hafi setið fundinn. Eyjar.net var á staðnum og mun fjalla nánar um fundinn í næstu viku.
Nýja ferjan er hönnuð af norskri skipaverkfræðistofunni Polarkonsult, undir stjórn íslenska skipaverkfræðingsins Jóhannesar Jóhannessonar. Ferjan er hönnuð til siglinga í a.m.k 3,5 metra ölduhæð á grunnsævi sem er fyrir utan Landeyjahöfn. Til að sannreyna getu og hagkvæmi ferjunnar til siglinga er við hönnun skrokksins stuðst við fullkomnustu tölvuforrit og vatnslíkanprófanir hjá Force Technology í samvinnu við Polarkonsult. Skipið er knúið með rafmótorum sem fá afl frá fjórum díselvélum og rafhlöðum sem ætlað er að gefa skipinu aukið afl þegar á reynir. Skipið er búið tveimur snúningsskrúfum (azipull) og tveimur öflugum bógskrúfum.
Farþegarýmið er á einni hæð með kaffiteríu og hvíldarrými. Ef silgt er til Þorlákshafnar eru kojur á efsta þilfari fyrir farþega.
Helstu stærðir:
- Mesta lengd, Loa 64,68 m
- Lóðlínulengd 59,92 m
- Breidd, B 15,10 m
- Hæð bíladekks 5,10 m
- Hönnunardjúprista, hálfhlaðin 2,80 m
- Mesta djúprista 3.00 m
- Brúttótonn 2950 GT
Flutningsgeta:
- Farmþungi við hönnunardjúpristu 250 t
- Farmþungi við mestu djúpristu 400 t
- Brennsluolía 70 m3
- Ferskvatn 35 m3
Flokkunarfélag:
- DNV + 1A1 – CAR FERRY B(isl) – E0 – NAUT- 0 – BIS
- EC category B
Bíla og farþegaþilfar:
- Farþegar 390
- Fólksbifreiðar 60
- Flutningabifreiðar 5
- Fríhæð flutningabifreiða 4,60 m
- Fríhæð fólksbifreiða 2,20 m
- Kojur 32
- Lengd akreina 280 m
Vélbúnaður:
- Aðalvélar 4 x 850 kw
- Aðalskrúfur 2 x 1500 kw
- Bógskrúfur 2 x 450 kw
- Rafhlaða 750 kwh
Siglingahraði:
- Hámarkshraði 15 kn
- Hagkvæmasti siglingahraði 12,5 kn
Eyjar.net mun gera fundinum betri skil eftir helgi.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.