Viðgerðaskipið komið til Eyja

Viðgerðaskipið Henry P Landing kom til Vestmannaeyja í gærkvöldi. Skipið er hingað komið vegna viðgerðar á Vestmannaeyjastreng 3.

Strengurinn bilaði þann 31. janúar og mælingar sýndu að bilunarstaður er um 5 km frá tengivirkinu Rimakoti við Landeyjasand, þ.e. um 1 km frá landi. Aðstæður á bilunarstað eru krefjandi og erfitt er að koma viðgerðarskipi að staðnum.​ Bilunin er rétt við sandrif sem er á mikilli hreyfingu til og frá ströndinni​. Talsverður straumur er meðfram ströndinni og mikill öldugangur þar sem bilunin er þannig að allar aðgerðir þar eru veruleg áskorun.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, fór yfir stöðu undirbúnings við viðgerð á rafstrengnum á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í liðinni viku. Fram kom í fundargerð að til standi að ljúka viðgerð á næstu dögum. Gott veður og lítil ölduhæð er forsenda þess að hægt sé ljúka viðgerðum á strengnum. Jafnframt fór bæjarstjóri yfir stöðu undirbúnings að lagningu nýrra rafstrengja frá landi til Vestmannaeyja. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er undirbúningur verkefnisins langt kominn.

Bíða af sér óveður við Færeyjar

 

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast