Strengurinn kominn í rekstur

„Þau ánægulegu tíðindi bárust áðan frá stjórnstöð að Vestmannaeyjastrengur 3 (VM3) sé kominn í rekstur.“

Svona hefst færsla Landsnets á facebook-síðu fyrirtækisins.

Jafnframt segir að margir hafi komið að verkefninu með einum eða öðrum hætti síðan upp kom bilun í strengnum í lok janúar við að koma strengnum í lag aftur.

Stærsta viðgerðaverkefni Landsnets

„Viðgerðaskipið Henry P Lading hefur verið í Vestmannaeyjum frá því í byrjun júlí, en góðan veðurglugga þurfti í um fjóra daga til að ljúka tengivinnunni um borð í skipinu. Sá gluggi kom síðustu helgi og síðan á mánudag höfum við verið að gera prófanir á strengnum.

Við óskum Vestmannaeyingum til hamingju með áfangann og afhendingaröryggið og þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn fyrir einstaklega gott samstarf í gegnum þetta stærsta viðgerðaverkefni Landsnets.“ segir í færslunni.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast