Hlaupari slasaðist í Eyjum

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í dag til aðstoðar við hlaupara sem slasaðist í ut­an­vega­hlaup­inu The Puff­in Run.

Í tilkynningu frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg segir að hlauparinn virðist hafa dottið á hlaupum og hlotið höfuðmeiðsl sem gerðu það að verkum að sækja þurfti viðkomandi þar sem hann var.

Enn fremur segir að staðsetning hlauparans hafi verið töluvert frá akvegi og því hafi sjúkraflutningsmenn óskað eftir aðstoð björgunarsveitar til að koma hlauparanum af slysstað og inn í sjúkrabíl. Tíu félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja héldu því af stað fótgangandi á slysstað með sérstakan búnað, börur á hjóli.

„Ekki eru upplýsingar um líðan sjúklings, en hann var fluttur til aðhlynningar. Vel gekk að koma sjúklingi í börur og þangað sem sjúkrabíllinn beið,“ segir að lokum í tilkynningunni.

landsbjorg_puffin
Slysið var á Nýja hrauni. Ljósmynd/Landsbjörg

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast