Henry fór úr höfn í nótt

Nú styttist í að viðgerðarævintýrinu af Vestmannaeyjastreng 3 fari að ljúka.

Á facebook-síðu Landsnets segir að viðgerðarskipið Henry P Lading hafi farið úr höfn í nótt og er nú að koma sér fyrir á viðgerðarstað.

„Síðar í dag verða strengirnir sem tengja á saman teknir upp í skipið og undirbúnir fyrir tengivinnuna. Gangi allt vel mun tengivinnu ljúka á mánudag og þá verður viðgerðum streng slakað niður á hafsbotn. Það er allt klárt í landi til að taka við þegar tengivinnunni á sjó líkur en þá munum við gera prófanir og að lokum spennusetja strenginn.“ segir í færslunni.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast