4,5% hækkun fyrir móttöku og urðun

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í liðinni viku var lögð fram gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum fyrir árið 2024. Hækkunin er 4,5% fyrir móttöku og urðunargjöld á móttökustöð.

Ráðið samþykkti fyrirliggjandi gjaldskrá og tekur fram að hún sé í samræmi við kröfur ríkisins sbr. lög nr. 103/2021 um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi).

Gjaldskráin.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast