Fær ekki byggingarleyfi við Nýjabæjarbraut

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir umsókn um byggingarleyfi, frá Ríkarði Tómas Stefánssyni, fyrir einbýlishúsi að Nýjabæjarbraut 2 í samræmi við innsend gögn.

Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsráðs af 27. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.

Á 376 fundi umhverfis- og skipulagsráðs var óskað eftir frekari gögnum og eru þau nú talin liggja fyrir.

Mikilvægt að hönnun íbúðarhúss sem komi á eftirstandandi lóð falli vel að götumyndinni

Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið geti ekki orðið við erindinu. Staðsetning lóðarinnar er á áberandi stað og mikilvægt að hönnun íbúðarhúss sem komi á eftirstandandi lóð falli vel að götumynd Nýjabæjarbrautar.

Ráðið bendir lóðarhafa á að lausar eru aðrar lóðir þar sem hús með sambærilegri hönnun gæti fallið betur að götumynd. Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við lóðarhafa.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast