Aðstaða fyrir ekjufraktskip í pípunum

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fjallaði um hugmyndir um endurbygginigu Gjábakkakants á fundi sínum í vikunni.

Áður hafði hafnarstjóra verið falið að útbúa minnisblað um tillögur að lausnum vegna endurbyggingar á Gjábakkakanti. Hafnarstjóri kynnti þær þrjár hugmyndir sem komu upp í samtali við Vegagerðina og fór yfir kosti og galla hverrar um sig sem og áætlaðan kostnað.

Í niðurstöðum ráðsins segir að ráðið telji tillögu 2 ákjósanlegasta kostinn þar sem sá kostur býður upp á móttöku á ekjufraktskipum en slík aðstaða er ekki til staðar í dag. Með slíkri aðstöðu aukast tekjumöguleikar hafnarinnar. Ráðið fól framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og hafnarstjóra að hefja vinnu og undirbúning að tillögu 2 (áfanga 1) í samstarfi við Vegagerðina.

Útfærslu á tillögu 2 má sjá hér að neðan.

gjabakki_tillaga_2
Áfangi 1: RóRó aðstaða við Gjábakka. Áfangi 2: Kleifarbryggja endurnýjuð. Mynd/vestmannaeyjar.is

Brýnt að ráðist verði í úrbætur sem fyrst

 

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast