Níu óveðursútköll það sem af er degi

Enn er stormur í Vestmannaeyjum. Klukkan 18.00 mældist 31 m/s á Stórhöfða og slógu hviður upp í 38 m/s. Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt fok-útköllum síðan um miðjan dag.

Að sögn Arnórs Arnórssonar, formanns Björgunarfélags Vestmannaeyja hafa félagsmenn farið í níu útköll það sem af er degi. Hann segir að allt séu þetta minniháttar foktjón.

Samkvæmt veðurspánni á að lægja þegar líður á kvöldið, fremur hæg breytileg átt um hádegi á morgun og bjartviðri, en snýst í vaxandi suðaustanátt og þykknar upp annað kvöld. 

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari fylgdi björgunarsveitinni eftir í dag og má sjá fleiri myndir hér að neðan.

Veðrið á Stórhöfða sl. klukkustundir:

Tími Vindur Mesti vindur / hviða Hiti Uppsöfnuð úrkoma Raka-
stig
Sun 09.10
kl. 18:00
Norð-vestan 31 m/s 32 m/s  /  38 m/s 3,1 °C 0 mm / 1 klst 78 %
Sun 09.10
kl. 17:00
Norð-vestan 32 m/s 32 m/s  /  39 m/s 3,2 °C 0 mm / 1 klst 80 %
Sun 09.10
kl. 16:00
Norð-vestan 29 m/s 32 m/s  /  40 m/s 3,5 °C 0 mm / 1 klst 79 %
Sun 09.10
kl. 15:00
Norð-vestan 30 m/s 31 m/s  /  38 m/s 3,3 °C 0 mm / 1 klst 82 %
Sun 09.10
kl. 14:00
Norð-vestan 29 m/s 30 m/s  /  36 m/s 3,2 °C 0 mm / 1 klst 86 %

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast