Breytt áætlun Herjólfs á morgun

Nú styttist í að Herjólfur IV fari til Hafnarfjarðar í slipp. Herjólfur III mun hefja siglingar milli lands og Eyja föstudaginn 7. október.

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að Herjólfur IV sigli samkvæmt eftirfarandi áætlun á morgun, fimmtudag.

  • Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30, 17:00, 20:15 (Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 19:30 eiga bókað í þessa ferð).
  • Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15, 21:15 (Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 20:45 eiga bókað í þessa ferð).

Eftir það heldur ferjan til Hafnarfjarðar í slipp.

Þessu tengt: Gamli Herjólfur kominn til Eyja

Ferðir kl. 22:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 23:15 frá Landeyjahöfn falla úr áætlun. Þeir farþegar sem áttu bókað í þessa ferðir munu fá símtal frá fulltrúum Herjólfs til þess að færa bókun sína.

Herjólfur III mun hefja siglingar föstudaginn 7.október. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir faratæki í annarri hvorri höfninni, segir í tilkynningu frá skipafélaginu.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast