Lóðirnar verðlagðar á bilinu 2-5 milljónir

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja var tekin til umræðu auglýsing lóða við Hvítingaveg.

Fram kemur í fundargerðinni að samkvæmt reglum um úthlutun lóða sem samþykktar voru í umhverfis- og skipulagsráði þann 15.mars sl. er sveitarfélaginu heimilt að ákveða verð á byggingarrétti sem greiðist við úthlutun byggingaleyfis.

Í afgreiðslu ráðsins segir að skipulagsráði sé heimilt að ákveða verð fyrir lóð sem úthluta á. Í því tilviki ber að leggja ákvörðun skipulagsráðs fyrir bæjarráð til samþykktar. Ef fleiri en ein umsókn er um hverja lóð skal að öðru leyti vísast til áðunefndra úthutunarreglna.

Skipulagsráð leggur til að verð á byggingarétti á deiliskipulagsreit verði eftirfarandi:

  • Skólavegur 21c kr. 2 milljónir.
  • Hvítingavegur 7 kr. 5 milljónir.
  • Hvítingavegur 9 kr. 5 milljónir.
  • Hvítingavegur 11 kr. 4 milljónir.
  • Hvítingavegur 13 kr. 4 milljónir.

Einungis er um að ræða byggingarétt, ekki eru innfalin önnur gjöld eins og tengigjöld, gatnagerðargjöld, eftirlitsgjöld né annað sem almennt fellur til við úthutun lóða og byggingarleyfis. Erindinu var vísað til bæjarráðs.

 

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast