Vilja að Vestmannaeyjabær reki sína eigin barnaverndarþjónustu

Á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var umræða um hugmynd stjórnar SASS um reksturs á sameiginlegu umdæmisráð barnaverndar í landshlutanumá grundvelli breytinga á barnaverndarlögum sem tóku gildi 1. janúar sl. 

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri sviðsins fór yfir breytingar á barnaverndarlögum og áherslur þeim tengdum.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að ráðið sé fylgjandi hugmynd stjórnar SASS um rekstur á sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar í landshlutanum. Ráðið telur einnig rétt að sótt verði undanþága frá lögum um að Vestmannaeyjabær reki sína eigin barnaverndarþjónustu á grundvelli landfræðilegrar legu.

Ráðið telur að Vestmannaeyjabær hafi næga fagþekkingu innan núverandi barnaverndarþjónustu sem og nægan mannskap. Innan barnaverndar í dag starfa tveir með menntun sem félagsráðgjafar, tveir ráðgjafar með menntun á sviði félagsvísinda, sálfræðingar og þroskaþjálfi. Flestir eru með áratuga reynslu í starfi innan barnaverndar. Að auki hafa starfsmenn aðgang að lögfræðingum sem hafa veitt starfseminni ráðgjöf og aðstoðað varðandi mál. Gott samstarf er við lögreglu, skóla, heilsugæslu og allra sem koma að málefnum barna. Samþætt þjónusta í þágu barna og snemmtæk íhlutun hefur verið viðvarandi um áratugi.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast