Opin ráðstefna um Tyrkjaránið

Sunnudaginn 7. nóv. nk. kl. 12 er boðað til opinnar fjölþjóðlegrar ráðstefnu um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum. Ráðstefnan er á vegum Sögusetursins 1627 og Uppbyggingarsjóðs SASS og verður í Safnahúsinu.  

Þar verða kynntar nýjar, fræðilegar útgáfur svo og nýjar skáldsögur byggðar á Tyrkjaráninu.

Ráðstefnan er hluti af starfi Sögusetursins sem gegnir því meginhlutverki að beita sér fyrir fræðslu um sögu Vestmannaeyja, stuðla að rannsóknum, efna til ráðstefna og viðburða og standa að útgáfu efnis sem tengist sögu Vestmannaeyja.

Sérstakir gestir ráðstefnunnar þessu sinni eru allir vel þekktir fyrir störf sín sem fræðimenn og rithöfundar. Gestirnir eru:

Karl Smári Hreinsson. Hann fjallar um útgáfur og not Reisubókar séra Ólafs Egilssonar.

Mats Royter kynnir skáldsögu sína um vestmannaeyska fjölskyldu sem handtekin var í Tyrkjaráninu og flutt til Alsír.

Joris van Os fjallar sérstaklega um þátt Hollendinga í Tyrkjaráninu.

Adam Nichlos fjallar sérstaklega um foringja innrásarhópanna, þá Murat Reis og Murate Flamenco.

Ráðstefnugestum gefst svo tækifæri til að bera fram fyrirspurnir til þeirra félaga.

Ragnar Óskarsson setur ráðstefnuna.

Kári Bjarnason stýrir ráðstefnunni.

Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar mun svo flytja ráðstefnugestum íslensk þjóðlög í austrænum stíl og þá verður og boðið upp á veitingar í anda Norður- Afríku.

Sögusetrið 1627 hvetur alla til að mæta og taka þátt í dagskránni sem snertir svo sannarlega sögu okkar og menningu.

 

                              Sögusetrið 1627

 

 

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast