Vel ásættanlegir flutningar það sem af er ári

„Áfram er góður gangur í farþegaflutningum á milli lands og Eyja og eru flutningar það sem af er ári vel ásættanlegir og í takt við okkar áætlanir.”

Þetta segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjar.net. Hann segir að í júní hafi 55.603 farþegar farið með ferjunni milli lands og Eyja.

„Það er 15% aukning frá 2020, ásamt því að flytja 14.637 ökutæki sem er 11% aukning miða við fyrra ár.” segir hann.

Þessu tengt: 53% fleiri með Herjólfi í maí í ár miðað við sama mánuð í fyrra

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast