53% fleiri með Herjólfi í maí í ár miðað við sama mánuð í fyrra

„Maí var fínn mánuður með tilliti til flutninga á farþegum, farartækum og atvinnutækjum.” segir Höðrur Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjar.net.

Að sögn Harðar flutti Herjólfur 32.292 farþega í maí, sem er 53% meira en í maí í fyrra.

Traffíkin að byrja af fullum þunga

Hörður segir sumarið líta nokkuð vel út. „Það er töluvert meira bókað fram í tímann en á sama tíma í fyrra en okkur vantar þó töluvert uppá til að ná 2019. Núna er traffíkin að byrja af fullum þunga, TM-mótið að hefjast í vikunni og því mikið um flutninga framundan.”

 

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast