Yfir 100 á atvinnuleysiskrá í febrúar

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru nú 107 einstaklingar í Vestmannaeyjum á atvinnuleysiskrá hjá stofnuninni í febrúar. Af þeim eru 26 einstaklingar sem hafa verið á atvinnuleysisskrá í meira en 12 mánuði.

Þetta kom fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Í fundargerðinni kemur jafnframt fram að það gefi ákveðnar vísbendingar um að stór hluti af skráðum einstaklingum er atvinnulaust til skemmri tíma. Af þessum 107 einstaklingum eru 38 einstaklingar í störfum í sjávarútvegi.

Mörg dæmi eru um að sjómenn og starfsfólk í vinnslu skrái sig atvinnulaust milli vertíða. Ekki er hægt að sjá í upplýsingakerfum Vinnumálastofnunar hversu margir af umræddum 38 einstaklingum eru sjómenn eða starfsfólki í vinnslu, en það gæti skýrt hátt hlutfall atvinnuleysis nú.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og hvetur forstöðumenn stofnana Vestmannaeyjabæjar til þess að skoða möguleika á því að ráða einstaklinga í Vestmannaeyjum á atvinnuleysiskrá til starfa hjá bænum í gegnum úrræði hjá VIRK endurhæfingarsjóði.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast