Slysavarnaskóli sjómanna í Vestmannaeyjum

Í síðustu viku var gert hlé á veiðum Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE og settust áhafnir skipanna á skólabekk í tvo daga. Þrír leiðbeinendur frá Slysavarnaskóla sjómanna voru komnir til Eyja og önnuðust kennsluna, en um var að ræða svonefnt fimm ára endurmenntunarnámskeið. 

Sjómennirnir hlýddu á fyrirlestra og síðan fór verulegur hluti verklegu kennslunnar fram í þeirra eigin skipum sem er ótvíræður kostur. Kennsla af þessu tagi er afar mikilvæg og ekki veitir af að rifja upp kunnáttuna með reglulegu millibili.
 
Útgerðarfélagið Bergur-Huginn er Slysavarnaskólanum afar þakklátt fyrir að bjóða upp á umrætt námskeið í Eyjum og tókst námskeiðið vel í alla staði, segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Hér má sjá myndir frá námskeiðinu.
 

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast