Ekki hægt að verða við beiðni Útlendingastofnunar

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var tekið fyrir erindi frá Útlendingastofnun, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjaryfirvalda til þess að gera þjónustusamning við stofnunina er snýr að félagslegri þjónustu og stuðning við umsækjendur um alþjóðlega vernd, á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsóknar sinnar.

Þjónustan snýr m.a annars að því að veita umsækjendum húsaskjól, fæði og félagslegan stuðning, segir í erindi Útlendingastofnunar. Fram kemur í erindinu að horft sé til þjónustu við a.m.k 40-50 umsækjendur, en ekki sé útilokað að semja um færri í þjónustu séu skilyrði til staðar. 

Í afgreiðslu fjölskyldu- og tómstundaráðs segir að ráðið geti ekki orðið við erindinu þar sem ekki er hægt að uppfylla öll skilyrði þjónustusamnings.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast