Leggja til að lundaveiði verði leyfð í sex daga

Umhverfis- og skipulagsráð leggur til að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum dagana 10. – 15. ágúst 2018. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins.

Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí til 15. ágúst eða 46 dagar. Reynsla síðastliðinna ára hefur sýnt að þeir fáu dagar sem lundaveiði er heimiluð eru nýttir til þess að viðhalda þeirri merkilegu menningu sem fylgir veiðinni og úteyjarlífi almennt. Þá er tíminn nýttur til að viðhalda húsnæði úteyjanna og huga að öðru sem fylgir úteyjunum. 

Ráðið hvetur veiðifélögin til að standa vörð um sitt nytjasvæði og upplýsi sína félagsmenn um að ganga fram af hófsemi við veiðarnar, segir í fundargerð ráðsins, en fyrir lá álit frá Bjargveiðifélagi Vestmannaeyja og Náttúrustofu Suðurlands.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast