Einsi Kaldi eldar fyrir landsliðið

Hluti af undirbúningi íslenska landsliðsins hér í Amsterdam er að maturinn standist gæðakröfur fyrir þennan stóra hóp. Að þessu sinni var leitað til Einars Björns Árnasonar, sem rekur veitingastaðinn vinsæla Einsa Kalda til að sjá um herlegheitin.

Einsi hafði með sér íslenskan þorsk og gaf liðinu í hádeginu í gær. Hann eldar reyndar ekki allt fyrir liðið á liðshótelinu, heldur passar upp á að allt standist kröfur, er segir í frétt frá fotbolta.net.

Í gær var boðið upp á Fajitas með kjúkling og nautahakki annars vegar og hinsvegar flotta nautasteik.

 

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast