Litla Lúðrasveitin heimsótti Hraunbúðir

Litla Lúðrasveitin leit við í heimsókn í gær á dvalarheimili aldraðra, Hraunbúðir og lék nokkur lög við góðar undirtektir viðstaddra. Einnig komu í heimsókn á Hraunbúðir börn frá leikskólanum Kirkugerði sem og frá Vík, sem er fimm ára deildin.

Það var fjölmennt í matsalnum í kaffitímanum og allir skemmtu sér hið besta, enda heimilisfólk Hraunbúða alltaf ánægt að fá góðar heimsóknir og þá sérstaklega þegar blessuð börnin mæta á svæðið.

Hér að neðan má sjá myndband sem Tómas Sveinsson, kokkur á Hraunbúðum tók af tónleikunum.
 

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast