Sjóve vill annast umhirðu fiskikerja

Á síðasta fundi bæjarstjórnar kom til umræðu bréf sem sent var framkvæmda- og hafnarráði. Bréfið kom frá Sjóstangveiðifélagi Vestmannaeyja þar sem félagið er tilbúið að annast umhirðu og hafa líf á fiskikerjum á Vigtartorginu á sumrin. 

Bent var á, í þessu samhengi að umhirða hafi verið meiri s.l sumar en það ekki dugað til. Kerin séu grunn og ekki nægjanlega heppileg. Meðal annars væri mikil slímmyndun í kerjunum. Rætt hefur verið um að breyta þeim eða hreinlega fjarlægja þau. Í kjölfar fundar framkvæmdaráðs var fundarritara falið að ræða við forsvarsmenn SJÓVE.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast