Kiwaklúbburinn Helgafell orðinn stærsti Kiwanisklúbbur heims

Sá einstaki atburður átti sér stað síðastliðið föstudagskvöld að teknir voru inn 21 nýr félagi í Kiwanishreyfinguna, en þessi atburður átti sér stað í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi.
 
 
Þessir nýju menn eru nú félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Vestmannaeyjum og starfa sem græðlingsklúbbur á höfuðborgarsvæðinu og stefnt er að því jafnvel í vor að vígja og stofna fullgildan Kiwanisklúbb sem mun bera nafnið Eldfell.

Félagar í Eldfelli eru að stærstum hluta brottfluttur eyjamenn og er Jón Óskar Þórhallsson í forsvari fyrir klúbbinn í Reykjavík.

Það var Gísli Valtýsson svæðisstjóri Sögusvæðis sem sá um inntökuna með dyggri aðstoð Birgis Guðjónssonar forseta Helgafells að viðstöddum forystumönnum hreyfingarinnar og gestum. Með þessum 21 nýja félagsmanni í Helgafell telst klúbburinn sá stærsti í heiminum með yfir 130 meðlimi það ekki í nema 4000 manna samfélagi.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast