Kiwanis og Barnaheill gefa myndarlega gjafir

Síðustu daga hefur því verið haldið upp á dag leikskólans um allt land en tilefnið er að 60 ár eru liðin frá því að fyrstu hagsmunasamtök leikskólakennara stofnuð á Íslandi.Veigamikil dagskrá hefur verið í gangi í eyjum af þessu tilefni og í gær var opnuð sýning í Safnahúsinu með munum tengdum leikskólunum í Vestmannaeyjum. Einnig afhendu Kiwanis menn og Barnaheill peningagjafir sem renna til starfsemi leikskólana í eyjum, í frístundaverið og til barna sem eru hjá dagforeldrum. Kiwanis gaf samtals 1.000.000 króna eða 4000 krónur á hvert barn og Barnaheill gaf 250.000 krónur.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast