26 tilkynningar vegna veru barna á vínveitingastöðum

Mánaðarlegt yfirlit til Barnaverndarstofu vegna barnaverndartilkynningar var lagt fyrir á síðasta fundi Fjölskylduráðs. Í tilkynningu var sagt frá 28 tilkynningum vegna veru barna á vínveitingastöðum.

Í febrúar bárust tilkynningar vegna 9 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 2, vegna ofbeldis 2 og vegna áhættuhegðunar barns 5 talsins. Í mars bárust 36 tilkynningar vegna 28 barna.
Tilkynningar vegna vanrækslu voru 3, vegna ofbeldis 0 og vegna áhættuhegðunar barns 33 talsins.

Af þessum 36 tilkynningum eru 28 vegna veru barna á vínveitingastöðum. Fjölskylduráð telur slíkt ástand með öllu ólíðandi og beinir því til veitingahúsaeigenda, foreldra og yfirvalda að fylgja eftir lögum

 

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast