Þurfum að vera í stakk búinn til að geta sinnt útflutningi og komu ferðamanna

21.Nóvember'22 | 13:22
20220815_122705

Útflutningur er alltaf að aukast og komum skemmtiferðaskipa að fjölga þannig að við þurfum að vera í stakk búinn til að geta sinnt útflutningi og komu ferðamanna, segir Erlingur m.a. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja var tekin fyrir skýrsla sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Vestmannaeyjahöfn og hafnarráð. 

Erlingur Guðbjörnsson er formaður ráðsins. Hann segir aðspurður um - hvað standi til að gera í framhaldinu - að Efla sé enn að vinna fyrir Vestmannaeyjahöfn. „Við eigum von á að fá lokaskýrslu frá þeim í lok febrúar og í framhaldi af því verða næstu skref tekin.”

Vanti stærra gámasvæði, lengri viðlegukanta, betra aðgengi að höfninni

Spurður um hverjar séu stærstu áskoranirnar sem Vestmannaeyjahöfn standi frammi fyrir segir Erlingur að okkur vanti stærra gámasvæði, lengri viðlegukanta, betra aðgengi að höfninni m.t.t. aðstæðna. Í því felst t.d. meira dýpi, auðveldari aðkoma. Útflutningur er alltaf að aukast og komum skemmtiferðaskipa að fjölga þannig að við þurfum að vera í stakk búinn til að geta sinnt útflutningi og komu ferðamanna.

Áhugi fyrir að hefja vinnu við styttingu Hörgeyrargarðs sem allra fyrst

Í sumar var samþykkt í framkvæmda- og hafnarráði að stytta Hörgeyrargarð um allt að 90 metra svo hægt sé að tryggja betur skipakomur til Vestmannaeyja

Erlingur segir hvað varði það mál að þá sé þess beðið að fá að vita hvort framkvæmdin sé í Samgönguáætlun 2023-2027. „Ef styttingin á garðinum er inn í áætlun að þá er áhugi fyrir að hefja þessa vinnu sem allra fyrst.”

Sjá einnig: Stytting Hörgeyrargarðs auðveldi innsiglingu

Er búið að ákveða hversu mikið hann verði styttur? Ákveðið var að stytta hann um allt að 90 metra. Ekki hefur verið tekin nein önnur ákvörðun

Aðspurður um áætlaðan kostnað við þá framkvæmd segir hann að í fjárhagsáætlun fyrir 2023 hafi verið óskað eftir 60 milljónum vegna þessarar framkvæmdar sem er áætlaður hlutur Vestmannaeyjahafnar.

Þessu tengt: Samþykkt að stytta garðinn um allt að 90 metra

Ákvörðun um áfrýjun liggi ekki fyrir

Í síðasta mánuði féll dómur í Héraðsdómi Suðurlands þar sem dómurinn taldi að málsferð Vestmannaeyjahafnar, nánar tiltekið hafnarstjórnar hafi verið ámælisverð og ekki lögum samkvæmt. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að hafnarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni né veitt stefnanda andmælarétt vegna greinargerðar Hagvangs sem hafði umsjón með ráðningarferlinu. Ekki var sýnt fram á að leitast hafi verið við að ráða hæfasta umsækjandann og hafi málsmeðferð sú sem hafnarstjórn viðhafði dregið mjög úr raunhæfum möguleikum stefnanda á að verða ráðinn í starfið.

Sjá einnig: Brotalamir í ráðningarferli ræddar í hafnarráði

Erlingur segir að hann hafi kynnt sér dóminn, en mun ekki tjá mig um hann opinberlega að svo stöddu. Aðspurður um hvort ákveðið hafi verið hvort honum verði áfrýjað, segir Erlingur að ákvörðun um það liggi ekki fyrir, en aðilar máls hafa einn mánuð til að áfrýja málinu til Landsréttar. 

Þess ber að geta að Erlingur sat ekki í framkvæmda- og hafnarráði þegar ráðið var í stöðu hafnarstjóra.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).