Siglt eftir sjávarföllum næstu daga

21.Nóvember'22 | 21:07
DSC_1976

Dýpkað á milli garða í Landeyjahöfn. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Í dag var tekin sú ákvörðun að prófa siglingar Herjólfs á háflóði til Landeyjahafnar þar sem komið hafi í ljós fyrir helgi að dýpi var farið að minnka verulega, eða niður í 4.5 metra. 

Síðan þá hefur ástandið við höfnina versnað og kom það í ljós núna þegar Herjólfur sigldi til Landeyjahafnar fyrr í dag að dýpi er orðið of lítið, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Segir enn fremur að siglt verði eftir sjávarföllum til Landeyjahafnar næstu daga.

Dýpkunarskip Björgunar er væntanlegt til Landeyjahafnar á miðvikudaginn og segir í tilkynningunni að vonast sé til að dæluskipið nái að dýpa það magn sem til þurfi á skömmum tíma. Ef veður og sjólag er hagstætt ætti það ekki að taka marga daga.

Tilkynning hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út kl. 06:00 í fyrramálið. Það er einlægur vilji allra sem standa að Herjólfi ohf að sigla til Landeyjahafnar ef færi gefst til, upplýsa farþega um gang mála en á sama tíma verðum við að gæta að öryggi farþega og áhafnarmeðlima, segir að endingu i tilkynningunni.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).