Úr slökkvistöð og safni í fjölbýlishús og geymslur?

- sótt er um að gera 10 íbúðir á 2. og 3. hæð og 4 geymslurými á jarðhæð

18.Nóvember'22 | 15:25
slokkvistodin_2018

Gamla slökkvistöðin við Heiðarveg. Ljósmynd/TMS

Á afgreiðslufundi byggingafulltrúa Vestmannaeyjabæjar í morgun var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi að Heiðarvegi 12, en um er að ræða hús sem áður hýsti slökkvistöð og fiska- og náttúrugripasafn.

Vilja byggja nýja hæð

Þar sótti Sigurjón Pálsson f.h. Steini og Olli ehf. um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsnæði fyrirtækisins Heiðarvegi 12. Sótt er um leyfi til að byggja nýja hæð þannig að á 2. og 3. hæð verði 5 litlar íbúðir á hvorri hæð samtals 10 íbúðir. Á jarðhæð verða 4 geymslurými, segir í umsókninni.

Stærðir: Kjallari 51,5m², jarðhæð 366,6m², 2. hæð 374,1, 3. hæð 387,1. Samtals 1179,3m². Í niðurstöðu segir að byggingarfulltrúi vísi umsókninni til skipulagsráðs með vísun í byggingarreglugerð.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).