Nýtt björgunarskip komið til Eyja - myndir

1.Október'22 | 19:00
Þór_nýr

Nýr Þór siglir hér í heimahöfn.

Það var stór dagur í starfi Björgunarfélags Vestmannaeyja sem og Landsbjargar í dag þegar nýtt og glæsilegt björgunarskip kom til hafnar í Vestmannaeyjum. Skipið leysir af gamla Þór sem orðinn er 29 ára gamall og hefur staðið vel fyrir sínu í gegnum tíðina.

Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur 13 stór björgunarskip sem einingar félagsins hafa ákveðið að hafa í sinni umsjá til þess að sinna útköllum á sjó á hafsvæðinu við Ísland. Félagið hefur rekið björgunarskip allt frá því á árinu 1928 þegar að Slysavarnafélags Íslands var stofnað.

Nýi Þór er fyrsta skipið af þrem­ur sem Lands­björg hef­ur gengið frá kaup­um á. Að loknu útboði á fyrstu þremur björgunarskipunum á miðju ári 2021 var ákveðið að ganga til samninga við KewaTec. Finnskan skipasmið sem hefur rúmlega 20 ára reynslu af smíði skipa til leitar og björgunarstarfa.

Þetta er fyrsti liður í stærra verk­efni er snýr að end­ur­nýj­un allra þrettán björg­un­ar­skipa fé­lags­ins og er áætlað að með nýj­um skip­um stytt­ist viðbragðstími Lands­bjarg­ar á sjó um allt að helm­ing.

Tryggingafélagið Sjóvá hef­ur veitt 142,5 millj­óna króna styrk vegna smíði fyrstu þriggja björg­un­ar­skip­anna.

Undirbúningur hófst 2017

Fram kemur á vefsíðu Landsbjargar að unnið hafi verið að undirbúningi endurnýjunar björgunarskipa síðan 2017 formlega, en einingar félagsins hafa þó óformlega unnið undirbúning að því marki að endurnýja öll björgunarskipin til mun lengri tíma. Björgunarskipin þrettán sinna núna á bilinu 60-100 verkefnum á ári, allt frá aðstoða við léttari bilanir til alvarlegri útkalla s.s. veikinda sjómanna, leka í skipum o.fl.

Á vordögum 2019 lauk vinnuhópur ráðuneyta við skýrslu aðgerðaráætlunar er varðar endurnýjun björgunarskipa og byggir endurnýjun skipana sem nú er hafin á þeirri vinnu. Samkomulag var síðan gert við dóms- og fjármálaráðuneytið 2021 um helmingsfármögnun á þremur skipum á árunum 2021-2023.

Skipin hafa þjónað sjófarendum í 25 ár

Þau þrettán björgunarskip sem nú þegar eru gerð út eru flest af Arun Class gerð sem fengust á gjafarverði frá Konunglegu Bresku Sjóbjörgunarsamtökunum (RNLI). Skipin eru smíðuð á árunum 1978 til 1990 og hafa núna í rúm 25 ár þjónað íslenskum sjófarendum dyggilega.

Þessu skip eru því kominn verulega til ára sinna og þyngist viðhaldsrekstur á þeim á hverju ári, stærri bilanir gera vart við sig og þykir hvorki aðstaða né ganghraði samræmast þeim breytingum sem hafa orðið á útgerðamynstri íslenskra útgerða nútímans. 3 af 13 skipum félagsins eru af annarri gerð en samt öll en 25 ára og þarfnast því líka endurnýjunar eins fljótt og auðið er.

Algengt er að önnur sjóbjörgunarsamtök miði við að sýn skip verði ekki eldri en 15 ára, og ef þau eru notuð lengur en það þá sé allur tæknibúnaður endurnýjaður í þeim skipum á inna við 12-15 árum og skipin þá ekki notuð lengur en til 30 ára, segir á vef Landsbjargar.

Allt að 60 geti verið um borð í ítrustu aðstæðum

Nýju björgunarskipin eru knúin tveimur 2x Scania D13 551 kW, að auki er framdrifið knúið tveimur Hamilton JET með ZF gírum. Gert er ráð fyrir allt að 6 áhafnarmeðlimum í fjaðrandi sætum í neyð geta 40 skjólstæðingar rúmast inna skipsins, gera má ráð fyrir því að allt að 60 geti verið um borð í ítrustu aðstæðum. Skipin eru búin nýjustu siglingartækjum til leitar og björgunarstarfa ásamt því að vera sjálfréttandi, segir í umfjöllun á vefsíðu Landsbjargar.

Fyrsta nýsmíðin af þrettán

Hvert skip kostar um 285 milljónir og heildarkostnaður 13 skipa verður því um 3,7 milljarðar. Ríkið leggur til 50% af fyrstu 10 skipunum sem samsvarar um 1,4 milljarði. Samtals vantar því 2,3 milljarða til að fullfjármagna öll 13 skipin.

Nýju björg­un­ar­skip­in þrjú eru eins og áður segir smíðuð hjá KewaTec í Finn­landi. Áætluð af­hend­ing á öðru skip­inu er fyr­ir árs­lok 2022 á Sigluf­irði. Smíði á þriðja skip­inu hefst síðan í janú­ar 2023 og af­hend­ing á því verður eft­ir mitt það ár.

Óhætt er að óska Björgunarfélagi Vestmannaeyja sem og Landsbjörgu og bæjarbúum öllum til hamingju með nýja skipið sem skiptir sjófarendur svo gríðarmiklu máli. Forráðamenn Björgunarfélagsins tóku við gjöfum og styrkjum frá fjölmörgum félögum, fyrirtækjum og velgjörðarfólki á Tanganum í dag. Það fór vel á því að séra Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í Eyjum byrjaði á að blessa nýja skipið við komuna til Eyja.

Almenningi gefst kostur á að skoða hið nýja og glæsilega björgunarskip á morgun, sunnudag milli klukkan 12 og 18.

Myndir frá komu skipsins - sem teknar voru af Óskari Pétri Friðrikssyni og Tryggva Má Sæmundssyni - má sjá hér að neðan. Fyrsta myndin hér að neðan er reyndar tekin fyrr, en þar sýnir Vigdís Rafnsdóttir, félagi til áratuga í Björgunarfélagi Vestmannaeyja Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands teikningar af nýsmíðinni.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).