Óbreytt útsvar og hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækki

29.September'22 | 10:54
hus_midbaer_bo

Bæjarráð lagði til að hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækki á milli ára úr 0,281% og verði 0,268% á íbúðarhúsnæði. Ljósmynd/TMS

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 var til umfjöllunnar á fundi bæjarráðs í vikunni.

Á fundi sínum þann 9. september sl., samþykkti bæjarráð ákveðnar forsendur við undirbúning og vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Meðal annars að gengið yrði út frá því að útsvarsprósenta yrði áfram sú sama, þ.e. 14,46%, framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði í samræmi við áætlun sjóðsins, sem ætti að liggja fyrir áður en áætlunargerðinni lýkur, að aðrar tekjur málaflokka, svo sem vegna gjaldskráa bæjarins, hækki í samræmi við vísitölu neysluverðs, stuðst verði við sérstaka launaáætlun við útreikning launa á næsta ári og að aðrir rekstrarliðir en laun, hækki almennt um 4%.

Jafnframt kom fram á fundinum að starfsfólk Vestmannaeyjabær hafi verið að skoða áhrif lækkunar á álagningaprósentum á tekjur bæjarsjóðs af fasteignagjöldum, en bæjarráð þurfi að ákvarða álagningarprósentu fasteignagjalda fyrir árið 2023 á þessum fundi.

Mikilvægt er að kjörnir fulltrúar séu vakandi yfir þeim áhrifum sem hækkandi fasteignamat hefur í för með sér

Bæjarráð samþykkti að hlutfall útsvars af tekjum einstaklinga verði óbreytt milli ára, alls 14,46%.

Þá lagði bæjarráð til að hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækki á milli ára úr 0,281% og verði 0,268% á íbúðarhúsnæði (A flokki), hlutfallið verði óbreytt á opinberar stofnanir (B flokki) þ.e. 1,32% og að hlutfallið lækki úr 1,45% í 1,40% á annað húsnæði (C flokki), þ.m.t. atvinnuhúsnæði. Með þessu móti sé dregið úr áhrifum þess að hækkun fasteignamats auki álögur á íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum.

Mikilvægt er að kjörnir fulltrúar séu vakandi yfir þeim áhrifum sem hækkandi fasteignamat hefur í för með sér og í því ljósi hefur álagningarhlutfallið undanfarin ár verið lækkuð til hagsbóta fyrir íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum, segir í samþykkt bæjarráðs Vestmannaeyja.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).