Ekki í boði að bíða - bærinn skipar undirbúningshóp

27.September'22 | 13:24

Aðeins er mögulegt að leggja nýja neðansjávarlögn að sumri til og ekki í boði að bíða með verkefnið ef vatnsleiðslan á að verða að veruleika árið 2024.

Bæjarráð ræddi um nauðsyn þess að leggja nýja vatnsleiðslu til Vestmannaeyja á fundi ráðsins í dag. 

Fram kemur í fundargerðinni að um sé að ræða öryggismál fyrir einstaklinga og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Ef leiðslan sem flytur vatn af meginlandinu til Eyja myndi bresta, þá skapast neyðarástand í Vestmannaeyjum með tilheyrandi fólksflutningum frá Eyjum. Þrátt fyrir að innviðaráðherra hafi hafnað erindi Vestmannaeyjabæjar um fjárstuðning til lagningar nýrrar vatnslagnar verða Vestmannaeyjabær og HS veitur, rekstraraðili og eigandi vatnsveitunnar, að hefja undirbúning að slíkri framkvæmd.

Sjá einnig: Ríkið hafnar fjárstuðningi við nýja vatnsleiðslu til Eyja

Bæjarráð ákvað að skipa undirbúningshóp um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja. Hópurinn er skipaður Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra, Eyþóri Harðarsyni, fulltrúa bæjarráðs, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Aðeins er mögulegt að leggja nýja neðansjávarlögn að sumri til og ekki í boði að bíða með verkefnið ef vatnsleiðslan á að verða að veruleika árið 2024.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).