Álfsnes byrjað að dýpka í Landeyjahöfn

27.September'22 | 10:30
alfsnes_ads_bjorgun

Dýpkunarskipið Álfsnes. Ljósmynd/aðsend

Sanddæluskipið Álfsnes kom í fyrsta sinn í Landeyjahöfn í gær. Skipið - sem gert er út af Björgun ehf. - kemur til með að vera við dýpkun í og við Landeyjahöfn næstu daga.

Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar er núna verið prófa Álfsnesið í Landeyjahöfn, athuga með afköst, stjórnhæfni og slíkt.

„Þeir munu dýpka fyrir gamla Herjólf III þannig að dýpið verði -7,5 m í höfninni og rifið fyrir utan verður tekið niður í -7,0. Við vitum ekki hvað þetta mun nákvæmlega taka langan tíma en ef vel gengur og hægt er að vinna á fullum afköstum ætti þessi dýpkun að taka 4-5 daga telja mínir sérfræðingar. Þetta eru um 30-45 þús. m3 sem þarf að taka.” segir hann.

Þessu tengt: Samið við Björgun um dýpkun Landeyjahafnar

Aðspurður um komu Herjólfs III til landsins segir hann að áætlað sé að gamli Herjólfur komi í kringum 8. október til Eyja. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).