Úthlutað úr minningarsjóði Gunnars Karls og rampur nr. 160 vígður

26.September'22 | 12:06
DSC_8702

Rampurinn formlega vígður fyrir utan Brothers Brewery. Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson

Á laugardaginn var formleg vígsla á rampi nr. 160 sem Römpum upp Ísland setti upp fyrir utan Brothers Brewery nýverið. Átta aðrir inngangar við hin ýmsu fyrirtæki í Vestmannaeyjum voru einnig gerðir aðgengilegir fyrir hjólastóla.

Við sama tilefni var úthlutað fyrstu styrkjum úr Minningarsjóði Gunnars Karls Haraldssonar. Sjóðurinn styrkti Örnu Sigríði Albertdóttur. En hún keppir í handahjólreiðum eftir að hún varð fyrir mænuskaða. Hún þarf að ferðast mikið erlendis til að æfa þar sem aðstæður á Íslandi geta verið erfiðar (sérstaklega á veturna). Hún stefnir á Ólympíumót fatlaðra í París 2024.

Lét fátt stoppa sig

Gunnar Karl var fæddur árið 1994. Hann greindist mjög ungur með taugasjúkdóminn Neurofibromatosis (NF1) sem hafði mikil áhrif á hans líf og lífsgæði. 

Hann var mikill baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks þar sem hann vakti gjarnan athygli á hvar mætti bæta aðgengi. Hann var einnig sannur Eyjapeyji, vinamargur og sérstakur stuðningsmaður Liverpool og ÍBV.

Þrátt fyrir mótlæti af ýmsum toga hélt Gunnar Karl ávallt í gleðina og jákvæðnina og lét fátt stoppa sig. Hann var mjög virkur í tómstundastarfi og prófaði hinar ýmsu íþróttir. En það var Reykjadalur sem var honum ávallt ofarlega í huga og fór hann í sumardvöld þar mörg ár í röð og var svo starfsmaður þar á sumrin eftir að hann hóf háskólanám.

Hans helsta baráttumál var bætt hjólastóla aðgengi við Háskóla Íslands

Hann flutti til Reykjavíkur haustið 2016 til að hefja nám í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla íslands þar sem hann útskrifaðist með BA gráðu 2020. Samhliða námi starfaði Gunnar Karl í félagsmiðstöð og fjallaði lokaverkefnið hans um aðgengi fyrir hreyfihamlaða að félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Einnig var hann virkur í háskólaspólitíkinni þar sem hans helsta baráttumál var bætt hjólastóla aðgengi við Háskóla Íslands.

Gunnar Karl var hálfnaður í mastersnámi þar sem hann stefndi á að verða framhaldsskólakennari. Í október 2020 greindist Gunnar Karl með krabbamein sem hann lést úr 28. febrúar 2021.

Markmið sjóðsins

Markmið sjóðsins er að halda baráttumáli Gunnars Karls á lofti með því að styrkja einstaklinga með fötlun til náms, tómstunda og íþróttaiðkunar og málefni sem styðja við þátttöku fatlaðra jafnt við aðra í samfélaginu. 

Stofnendur sjóðsins eru foreldrar og systur Gunnars Karls. Stjórn sjóðsins skipa þau Eyrún Haraldsdóttir, Hrefna Haraldsdóttir og Kjartan Vídó Ólafsson. Verndari sjóðsins er Heimir Hallgrímsson.

„Kenndi mér svo miklu meira en ég kenndi honum”

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri ræddi mikilvægi verkefnis Römpum upp Ísland. Haraldur Þorleifsson sem hrinti verkefninu af stað er einn af þeim sem hefur tækifæri til að gera gott og nýtir það þeim þessum einstaka hætti. Þorvaldur Gunnlaugsson stýrir verkefninu og átti Vestmannaeyjabær mjög gott samstarf við hann og framkvæmdarhópinn sem kom til Eyja og setti upp níu rampa í þessari lotu og var ánægjulegt að vígja ramp númer 160. Sagði Íris að þetta væri verkefni sem hefði verið Gunnari Karli að skapi enda mikil baráttumaður fyrir bættu aðgengi.

„Gunnar Karl var einstakur drengur sem ég var svo heppin að fá að kynnast og kenna. Hann kenndi mér svo miklu meira en ég kenndi honum. Hann var einstakur drengur sem sá það jákvæða og góða í öllum og ég helda að heimurinn væri betri ef við væru öll aðeins líkari Gunnari Karli og deildum viðhorfi hans til lífsins.“ sagði Íris. Að lokum óskaði hún fjölskyldunni til hamingju með minningarsjóðinn sem þau voru að stofna í nafni Gunnars Karls.

Fleiri myndir frá viðburðinum á laugardaginn má sjá hér að neðan.

Hér má fræðast nánar um styrktarsjóðinn.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).