Stuttir túrar hjá Vestmannaey

22.September'22 | 10:33
vestmannaey_ker_22

Vestmannaey VE í Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Veiðiferðir ísfisktogarans Vestmannaeyjar VE hafa verið stuttar upp á síðkastið. 

Egill Guðni Guðnason skipstjóri segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að afli hafi verið þokkalegur.

„Túrarnir hafa verið stuttir vegna þess að það hefur vantað hráefni í vinnslu. Við lönduðum sl. sunnudag, en þá var aflinn 45 tonn eftir tvo daga á veiðum. Það var haldið til veiða á ný strax eftir löndun og við lönduðum 30 tonnum í gær eftir að hafa verið einungis 30 tíma á miðunum. Aflinn var mest ýsa sem við fengum á Öræfagrunni. Við fórum út aftur strax eftir löndun og ráðgert er að landa á ný á morgun. Þetta eru stuttir og snarpir túrar. Nú er veðurspáin ekki sérlega hagstæð. Ég er hræddur um að við séum að fá fyrstu haustlægðina,“ segir Egill Guðni.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).