Gróðursettu 450 plöntur í tilefni af degi íslenskrar náttúru

22.September'22 | 15:54
born_grodursetja_2022_vestm_is_cr

Börnin við gróðursetninguna. Ljósmynd/vestmannaeyjar.is

Grunnskóli Vestmannaeyja fékk nú í haust 450 plöntur frá "Yrkju - sjóði æskunnar til ræktunar landsins".

Sjóðurinn úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna og sóttu stjórnendur GRV um í sjóðinn og fengu gefins plöntur, að því er segir í frétt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Ákveðið var að framkvæma gróðursetninguna í tilefni dags íslenskrar náttúru, sem er 16. september ár hvert.

4.-5. bekkur gróðursettu loðvíði og jorfavíði við Framhaldsskólann en 1.-3. bekkur gróðursettu aspir við Íþróttamiðstöðina. Fram kemur í fréttinni að börnin hafi verið mjög áhugasöm og segir jafnframt að gróðursetningin hafi gengið vel.

„Verkefnið var unnið í samstarfi fjölmenningarfulltrúa, stjórnenda GRV, garðyrkjufræðings Vestmannaeyjabæjar og skipulags- og umhverfisfulltrúa. Auk þessa styrkti Vinnslustöð Vestmannaeyja verkefnið. Tilgangur verkefnisins er að sýna börnunum okkar mikilvægi þess að gróðursetja tré á eyjunni okkar og líka að eyjan verði græn, gróin og falleg. Vonast er til að þetta verkefni verði árlegt.” segir að endingu í fréttinni.

Hér má sjá fleiri myndir af gróðursetningu hjá 1.-3. bekk sem fór fram í gær.

Tags

GRV

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).