Ný skipan barnaverndarmála hjá sveitarfélögum

21.September'22 | 13:50
rolad_blur

Ljósmynd/TMS

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráð sem haldinn var þann 12. september sl., voru kynntar breytingar á skipan barnaverndarmála sveitarfélaga.

Fjölskyldu- og fræðsluráð samþykkti, að tillögu framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, að taka þátt í rekstri á umdæmisráði barnaverndar á landsvísu. Ráðið samþykkti jafnframt að sækja um undanþágu frá sex þúsund íbúa lágmarki varðandi rekstur á barnaverndarþjónustu í sveitarfélaginu.

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn sl. voru lögð fyrir bæjarstjórn drög að samningi umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu, erindisbréf valnefndar og viðauki við samning vegna stofnunar og starfsemi umdæmisráðs barnaverndar. Samkvæmt innleiðingu á breytingum á barnaverndarlögum skulu öll sveitarfélög hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk.

Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu fjölskyldu- og tómstundaráðs og samþykkti bæjarstjórn að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar á landsvísu, en óskar nánari skýringa á fyrirkomulagi vegna greiðslna fyrir hvert og eitt mál sem fer til meðferðar hjá umdæmisráði.

Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að sótt verði um undanþágu frá sex þúsund íbúa lágmarki varðandi rekstur á barnaverndarþjónustu í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að undirrita samning þann sem fyrir liggur.

Liðurinn var samþykktur með átta samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa, en Margrét Rós Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi, vék af fundi undir þessum lið.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).