Bæjarstjórn klofin um gjaldfrjálst fæði á 5 ára deild

21.September'22 | 13:15
víkin - 5. ára deild 2022

Börnin á 5 ára deildinni út að leika sér. Ljósmynd/TMS

Endurskoðun leikskólagjalda á 5 ára deild lá fyrir til umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku.

Þar létu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka að þeir væru mótfallnir því að fæði sé gjaldfrjálst. Rekstur sveitarfélagsins þyngist sífellt með auknum kröfum um þjónustu. Launakostnaður eykst umfram áætlanir og fjárfestingaþörf sveitarfélagsins er mikil á komandi árum. Foreldrar eru framfærsluskyldir með börnum sínum og ef einhverra hluta vegna þau geta það ekki, eru til úrræði sem hægt er að leita til. Eðlilegt og sjálfsagt er að foreldrar greiði hóflegt gjald fyrir fæði barna sinna.

Hins vegar tók meirihluti E- og H-lista undir bókun meirihluta fræðsluráðs um endurskoðun leikskólagjalda á 5 ára deild, Víkinni. Meirihlutinn hefur unnið að því undanfarin ár að gera Vestmannaeyjar að stað sem styður við barnafjölskyldur. Er þetta stórt skref í átt að þeim markmiðum.

Með því að bjóða upp á gjaldfrjálsa 7 tíma á 5 ára deild ásamt fríu fæði er verið að styrkja þetta mikilvæga skólastig þar sem öll börn í Vestmannaeyjum hafa þá jafnan rétt á að hefja sína skólagöngu. Einnig er þetta eins og fram kom í bókun meirihluta fræðsluráðs hvati til þess að stytta vinnudag barna. Teljum við þetta vera skref í rétta átt að fjölskylduvænna samfélagi, segir í bókun bæjarfulltrúa meirihlutans.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).