„Netaskóli Bergs – Hugins“

21.September'22 | 14:05
Netaskoli-1-sept-2022-AR_cr

Adam Helgi Jóhannesson, Rúnar Þór Birgisson og Guðmann Óskar Haraldsson að splæsa. Ljósmynd/svn.is

Á netaverkstæði Bergs – Hugins starfa þeir Guðni Hjörleifsson og Rúnar Þór Birgisson. Hlutverk þeirra er að sinna veiðarfærum ísfisktogaranna Vestmannaeyjar VE og Bergs VE. 

Á vefsíðu Síldarvinnslunnar er greint frá því að þessa dagana dvelji á verkstæðinu fjórir úr áhöfn frystitogarans Blængs NK og eru þeir í læri hjá þeim Guðna og Rúnari. Blængsmennirnir eru Adam Helgi Jóhannesson, Guðmann Óskar Haraldsson, Karl Gunnar Sigfússon og Mateusz Szulc. Það skiptir miklu máli að í áhöfn hvers togara séu menn sem færir eru um að lagfæra veiðarfærin þegar á þarf að halda og því fleiri í áhöfninni sem búa yfir slíkri færni því betra.

Ekki óvanir að sinna kennslustörfum

Rætt er við Guðna Hjörleifsson á síðu Síldarvinnslunnar. Hann er fyrst spurður hvernig gangi að kenna þeim Blængsmönnum. „Blessaður vertu það gengur vel. Þetta eru mjög áhugasamir strákar og þeir hafa ákveðinn grunn sem hægt er að byggja á. Við hófum kennsluna á þriðjudagsmorgun og þeir verða hjá okkur í þrjá heila daga. Við förum í gegnum margt sem er gott að kunna. Meðal annars förum við yfir lestur teikninga. Akkúrat núna erum við að kenna þeim að splæsa dynex-tóg. Fyrir okkur Rúnar er þetta skemmtileg tilbreyting. Við höfum áður verið með menn hjá okkur úr áhöfnum Vestmannaeyjar og Bergs þannig að við erum ekki óvanir að sinna kennslustörfum. Strákarnir eru lifandi og hressir. Þeir spyrja mikið og við reynum að svara öllu eftir bestu getu,“ segir Guðni.

Bæði gaman og gagnlegt að fara á námskeið eins og þetta

Þá er rætt við einn Blængsmannanna, Mateusz Szulc. Hann er spurður hvernig honum þætti námið í Eyjum. „Það er hreint út sagt alger snilld. Við erum að læra hér helling á stuttum tíma og kennararnir eru alveg frábærir. Staðreyndin er sú að það er erfitt að læra þetta út á sjó því það er enginn tími til þess. Þar hafa menn öðrum verkum að sinna. Við erum allir sammála um að það sé bæði gaman og gagnlegt að fara á námskeið eins og þetta og það á eftir að koma sér vel það sem við lærum hérna. Það væri gott að koma hingað aftur að þessu námskeiði loknu og læra meira,“ segir Mateusz.

Fleiri myndir má sjá hér.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).