Endurskoða aðalskipulag í Löngulág - koma skuli fyrir 8-10 deilda leikskóla

19.September'22 | 07:20
malarvoll

Unnið er að breyttu aðalskipulagi fyrir Löngulág. Ljósmynd/TMS

Endurskoðun aðalskipulags Vestmannaeyja var á dagskrá bæjarstjórnar Vestmannaeyja í liðinni viku. 

Samkvæmt skipulagslögum er sveitarstjórnum ætlað að meta hvort ástæða sé til endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélaga. Sveitarstjórn hefur til þess 12 mánuði frá sveitarstjórnarkosningum.

Fá betri nýtingu á svæðinu, að byggingarmagn verði aukið og að koma skuli fyrir 8-10 deilda leikskóla

Þar var samþykkt með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa E og H lista gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D lista eftirfarandi tillaga að afgreiðslu:

Umhverfis- og skipulagsráði ásamt starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að endurskoða aðalskipulagið samkv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggja fyrir bæjarstjórn. Í þeirri endurskoðun leggur meirihluti E- og H-lista til að sérstaklega skuli horft til svæðis ÍB-5 við malarvöll og Löngulág, skipulagsmörkum verði breytt til að fá betri nýtingu á svæðinu, að byggingarmagn verði aukið og að koma skuli fyrir 8-10 deilda leikskóla. Jafnframt leggur meirihlutinn til að við vinnuna verði græn svæði látin halda sér.

Ekki liggur fyrir þarfagreining

Í bókun frá bæjarfulltrúum minnihlutans vegna málsins segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsi sig mótfallna því að stór hluti væntanlegs skipulagssvæðis verði nýttur undir leikskóla, útisvæði honum tengdum og bílastæðum. Ekki liggur fyrir þarfagreining í málinu, en skv.nýlegum upplýsingum eru 4 börn á biðlista og þörf á 8-10 deilda leikskóla því óljós að okkar mati.

Formlega hafa ekki verið skoðaðir möguleikar á stækkun núverandi leikskóla sem hefði minni rekstraraukningu í för með sér, né liggur fyrir hvert hlutverk eldri leikskóla yrði til framtíðar með tilkomu nýs leikskóla, töluvert stærri en þeir sem fyrir eru.

Einnig er slíkur fyrirvari um leikskóla hamlandi fyrir hönnuði sem munu koma með tillögur hvernig hverfið gæti litið út, segir í bókun sjálfstæðismanna.

Ekki gert ráð fyrir að fækka íbúðum á kostnað leikskóla

Í bókun meirihlutans segir að í tillögu meirihluta E- og H-lista sé gert ráð fyrir að umrætt svæði, ÍB-5 við malarvöll og Löngulág, verði stækkað í aðalskipulagi. Skipulagsmörkum verði breytt til að fá betri nýtingu á svæðinu til að auka byggingarmagn. Gert verður áfram ráð fyrir blandaðri íbúðabyggð eins og í núgildandi aðalskipulagi. Þannig aukast möguleikar fyrir ungt fólk sem eru að eignast sína fyrstu íbúð ef gert er ráð fyrir minni íbúðum.

Með því að gera ráð fyrir nýjum leikskóla á svæðinu er verið að huga að barnvænu svæði, enda yrði leikskólinn þá miðsvæðis eins og leikskólinn Rauðagerði var áður. Leikskóli mun ekki hamla góðum hugmyndum á deiliskipulagningu á svæðinu enda ekki gert ráð fyrir að fækka íbúðum á kostnað leikskóla enda snýr tillagan að því að stækka svæðið og auka byggingarmagn án þess þó að það hafi truflandi áhrif á umhverfið í kring. Þegar ákvörðun er tekin um að gera ráð fyrir leikskóla í aðalskipulagi er það ekki ákvörðun um að byggja, segir í bókun bæjarfuultrúa E- og H-lista.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).