Segja það ekki skapa fordæmi að styðja við nýja leiðslu til Eyja

17.September'22 | 11:02
vatnslogn_logd_2008_opf

Síðast var lögð vatnsleiðsla til Eyja árið 2008, þá með stuðningi ríkisins. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fjallaði um vatnsleiðslu til Vestmannaeyja á fundi sínum á fimmtudaginn var.

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum þann 16. ágúst sl., bréf innviðaráðuneytisins með niðurstöðu viðræðna milli Vestmannaeyjabæjar og innviðaráðuneytisins um kaup og lagningu nýrrar vatnsleiðslu til Vestmannaeyja.

Í bréfi ráðuneytisins kom fram að stjórnvöld ætli ekki að verða við beiðni Vestmannaeyjabæjar um fjársstuðning til verkefnisins. Viðræður milli aðila hafa staðið yfir í meira en ár og meðan á þeim stóð voru bundnar miklar vonir við að stjórnvöld myndu veita Vestmannaeyjabæ fjárstuðning ríkisins við lagningu nýrrar vatnsleiðslu til Vestmannaeyja, vegna sérstöðu þeirra.

Bæjarráð lýsti miklum vonbrigðum með niðurstöðu ráðherra og ráðuneytisins, sérstaklega þar sem annað hljóð hafi verið á þeim fjölmörgu fundum sem haldnir voru. Jafnframt hafi niðurstaðan komið bæjaryfirvöldum verulega á óvart.

Sjá einnig: Segir Alþingi þurfa að taka ákvörðun um stuðning ríksins við vatnslögn

Ráðuneytið sjálft skilgreindi sérstöðu Vestmannaeyja árið 2008

Í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar segir að bæjarstjórn taki undir með bæjarráði og lýsir miklum vonbrigðum með niðurstöðu ráðherra og ráðuneytisins varðandi ósk Vestmannaeyjabæjar um þátttöku í lagningu nýrrar vatnsleiðslu neðansjávar.

Ný vatnsleiðsla til Eyja er öryggismál og nauðsynlegt að hún verið lögð sem fyrst. Því er borið við í svari ráðuneytisins að ekki megi skapa fordæmi í þessum efnum. Það er undarlegt í ljósi þess að ráðuneytið sjálft skilgreindi sérstöðu Vestmannaeyja árið 2008, vegna mikils kostnaðar þar sem um neðansjávarleiðslu er að ræða. Þannig skapar það ekki nýtt fordæmi að styðja við nýja leiðslu til Eyja nú þar sem það var gert árið 2008 í ljósi fyrrgreindrar sérstöðu; og er þannig heldur ekki fordæmi fyrir önnur verkefni. Bæjarráð hefur fundað með þingmönnum Suðurkjördæmis og sýna þeir málinu stuðning og skilning sem vonandi kemur í ljós þegar á reynir, segir í bókun bæjarstjórnar.

Bréf innviðaráðuneytis um vatnslögn til Vestmannaeyja

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).