Vegagerðin skoðaði aðstæður í Stórhöfða

- menn voru sammála um að þetta væru varasamar aðstæður sem þörfnuðust úrbóta

13.September'22 | 16:45
20220821_170807

Hópferðabifreiðin í hlíðum Stórhöfða. Ljósmyndir/TMS

Líkt og greint var frá á Eyjar.net í síðasta mánuði mátti litlu muna að illa færi í Stórhöfða þegar hópferðabifreið mætti annari bifreið á mjóum veginum.

Hópferðabifreiðin fór út af veginum með þeim afleiðingum að hún sat þar föst og þurfti að fá kranabíla frá Reykjavík til að koma bifreiðinni aftur upp á veginn. Um 30 farþegar voru í bifreiðinni.

Sjá einnig: Hópferðabifreið í vandræðum í Stórhöfða

Í svari Vegagerðarinnar til Eyjar.net vegna málsins segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi að stofnunin hafi nýlega fengið ábendingu um slæmt ástand vegarins upp á Stórhöfða vegna fjölgunar ferðamanna. Ábendingin kom frá Vestamannaeyjabæ og nefnt var að vegurinn væri þröngur og erfitt væri að mætast.

„Vegagerðin fór í gær út til Eyja til að skoða aðstæður og voru okkar menn sammála um að þetta væri varasamt og þyrfti að gera úrbætur. Það verður skoðað hvað hægt er að gera. Reikna má með að ekki verði hægt að ráðast í neinar aðgerðir fyrr en næsta sumar.” segir G. Pétur.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).